Panta bók

Bókin Mía fær lyfjabrunn er bók sem er hugsuð fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa að undirgangast aðgerð til að fá lyfjabrunn. Hinsvegar hefur áhuginn verið mikill og margir sem vilja eignast bók til að fræða sjálfan sig og börnin sín. Leikskólar hafa haft samband, skólar og bókasöfn. Einnig hafa heilsugæslur og fleiri stofnanir verið að setja sig í samband og vilja bækur.

Það geta allir fengið bók sem vilja bók og er ég ótrúlega þakklát öllum sem sjá færi á að fræða sjálfa sig og aðra því það þekkja ótrúlega margir einhvern sem fær lyfjabrunn. Fullorðnir einstaklingar sem þurfa í aðgerð mega að sjálfsögðu einnig fá bók því það hefur nú þegar sannað sig að hún hjálpar öllum, ekki bara börnum.

Ég hef ekki verið að selja bókina og stendur það ekki til. Hins vegar ef þú pantar bók er hægt að sækja hana í Hafnarfjörð eða fá hana senda með því að þú borgir sendingarkostnað.

Hægt er að leggja inn á reikning verkefnisins frjáls framlög ef áhugi er fyrir hendi. Reikningsupplýsingar eru eftirfarandi. Reikn: 1161-15-203040 Kt: 591007-1650. Bókahaldsþjónustan Control Alt hefur umsjón með reikningnum.

Panta bók

Sendu mér póst með fjölda bóka, nafni, símanúmeri og heimilsfangi ef þú vilt fá sent. Ef þú vilt sækja er hægt að hringja í síma 7729600.

thorunnevat@gmail.com

Fylgstu með