Þórunn Eva Guðbjargar Thapa
Þórunn Eva er fædd árið 1983 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Þórunn Eva útskrifaðist af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og námsbraut fyrir leiðbeinendur í leikskólum frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 2007, lauk ÍAK einkaþjálfara námi frá Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs árið 2010 og lauk einnig diplómanámi í Viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum árið 2014. Þórunn Eva útskrifast svo núna í lok maí 2019 sem sjúkraliði frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
Þórunn Eva skrifaði bókina Glútenfrítt Líf árið 2015 og gaf Óðinsauga bókina út.
Bækur:
Glútenfrítt Líf
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir er fædd árið 1985 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Bergrún útskrifaðist með BA gráðu í listfræði úr Háskóla Íslands 2009, lauk diplómanámi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2012 og sótti sumarskóla í barnabókagerð í Anglia Rushkin, Cambridge School of Art.
Bergrún hefur alltaf haft áhuga á barnabókum en sá áhugi fékk byr undir báða vængi þegar hún varð móðir haustið 2009. Hún hefur myndskreytt fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Fyrsta bók Bergrúnar sem rithöfundur var barnabókin Vinur minn, vindurinn sem kom út hjá Bókabeitunni haustið 2014 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn þann 24.4.2019 í Reykjavík. Bergrún Íris hlaut verðlaunin fyrir handritið Kennarinn sem hvarf.
Hægt er að kynna sér verk Bergrúnar á vefsíðunni bergruniris.com.
Bækur:
Vinur minn, vindurinn
Sjáðu mig, sumar
Viltu vera vinur minn?
Búðarferðin
Besta bílabókin
(lang) Elstur í bekknum
(lang) Elstur í leynifélaginu
Næturdýrin

