Sérstakar þakkir

Þessi þakkar pistill er búinn að vera ansi lengi á leiðinni. Það hafa svo óendanlega margir lagt þessu verkefni lið og komst bara brot af þeim nöfnum sem hjálpuðu mér fyrir inní bókinni. Maðurinn minn á heiður skilið fyrir allt peppið sem hann hefur veitt mér. Kær vinur einnig fyrir endalausa þolinmæði í minn garð og alla hjálpina sem ég fékk frá honum. Fullt af vinkonum sem hafa verið óendanlega duglegar að hvetja mig áfram. Algjörlega ómetanlegt.

Þetta var alls ekki auðvelt verkefni því svona verkefni þarf að gera með hjartanu. Ég lagði allt í þetta og það sem ég held að ég sé þakklátust fyrir er hvað sonur minn hann Jón Sverrir hjálpaði mér mikið. Það er alls ekki sjálfsagt að vera á sextánda aldursári og berskjalda sig svona í allskonar myndböndum, viðtölum og á samfélagsmiðlum svo mamman geti gefið út bók. Þetta er hrikalega sterkur strákur sem ég á og hefði þetta aldrei gengið upp nema með hans hjálp að sýna ykkur hinum allt sem hann hefur gengið í gegnum. Mér hefur fundist erfiðast að berskjalda okkur fjölskylduna svona en ef maður leggur af stað uppí svona verkefni þá þarf að gera það af öllu hjarta og ég tel mig hafa gert það og er enn að því. Ég er ótrúlega opin persónuleiki en þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ekki eins opin og ég lít út fyrir að vera. Svo þetta hefur tekið á fyrir mig en á sama tíma þroskað mig einstaklega mikið.

Það sem ég hef líka verið þakklát fyrir eru öll nei-in sem ég hef fengið þegar ég var að safna styrkjum fyrir bókinni. Af hverju? það er af því að þegar jákvætt svar kemur er það þeim mun meiri sigur. Fólk er alltaf mjög hrætt við að fá nei og því fer það ekki af stað í svona verkefni. Hins vegar fær maður miklu fleiri nei en nokkurn tímann já. En þegar já-in koma þá er tilfinningin sem kemur algjör sigurtilfinning. Já-in koma líka oft frá ólíklegustu stöðum eins og ég hef fengið að kynnast og kæra fólk, þau koma alltaf frá háréttum stöðum líka. Ég hef verið einstaklega heppin í kringum þetta verkefni hve mikið af yndilsegu fólki ég hef náð að umkringja mig með og vil ég þakka öllum kærlega fyrir sem lögðu verkefninu lið á einn eða annan hátt. Þið eruð öll einstök í mínum augum því ég veit að hvert og eitt ykkar vill það sama og ég fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á þessari bók að halda.

Ég hef ákveðið að birta hér þakkar síðuna úr bókinni minni og eins og ég sagði áðan þá er þetta bara brot af því fólki og fyrirtækjum sem aðstoðuðu mig.

Takk allir.