
Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa um það þegar Eva Laufey sendi mér hvort ég hefði áhuga á að koma í viðtal við Ísland í dag. Verkefnið mitt er að fá gríðarlega athygli og þó ég segi sjálf frá þá er þetta verðskulduð athygli. Takk allir sem hafa lagt verkefninu lið á einn eða annan hátt. Algjörlega ómetanlegt.

Það er eitthvað svo stórt að fá að mæta í Ísland í dag, eða mér finnst það. Það er gaman að segja frá því að bókin er komin í prent og styttist því heldur betur í það að ég fái fyrstu eintökin í hendurnar. Þetta er því allt saman að smella og er það ykkur öllum að þakka. Hægt er að horfa á viðtalið við mig hér að neðan. Ég var smá stressuð að horfa á það en þetta kom mun betur út en ég þorði að vona. Er bara virkilega stolt af þessu viðtali. Það er ekki á hverjum degi sem maður opnar líf sitt svona en ég er ánægð að hafa gert það. Ef þetta verkefni mitt hjálpar einu barni þá er þetta allt þess virði.
(ath myndin af mér og Evu Laufey var tekin fyrir 2 metra regluna og samkomubann)
