
Vá vá vá, verkefnið er komið svo langt á veg, svo langt að ég get sýnt ykkur bókakápuna á bókinni minni Mía fær lyfjabrunn.
Ég er búin að bíða lengi eftir þessum degi en 15. mars sl. varð verkefnið mitt árs gamalt. Ég er að reyna að gera þetta verkefni eins vel og ég mögulega get og því tekur mikinn tíma í að dúlla við allskonar litla hluti inni í bókinni sem skipta miklu máli í stóra samhenginu áður en hún er send í prentun. En það er samt að gerast bara núna á næstu dögum.
Ég er svo heppin að vera með nokkra snillinga með mér í þessu verkefni og eru þær Bergrún Íris Sævarsdóttir, Blær Guðmundsóttir og Guðríður Haraldsdóttir algjörar perlur þegar kemur að því að skila verkefni vel af sér. Það sem ég er þakklát þeim öllum fyrir að vera svona metnaðarfullar og frábærir karakterar að vinna með. Svo fagmannlegar allar þrjár.
Myndir og Kápa: ⓒ Bergrún Íris Sævarsdóttir
Umbrot og uppsetning kápu: Blær Guðmundsdóttir
Prófarkalestur: Guðríður Haraldsdóttir
Takk einnig þið öll sem hafið styrkt verkefnið á einn eða annan hátt. Algjörlega ómetanlegt á allan hátt og væri þetta ekki komið svona langt á veg nema fyrir ykkar stuðning.

