
Það er svo gaman að sjá bókina fæðast þó það sé bara ein og ein mynd sem þið fáið að sjá. Þessi mynd sem ég er að sýna ykkur núna er svo falleg, 9 ára sonur minn skoðaði hana og það var svo gaman að sjá þegar hann var að lesa það sem stóð í skýjunum því þegar hann las seinasta skýið um það hvort Mía mætti fá ís þá hló hann og fannst það svo skemmtilegt, mamma auðvitað má Mía fá ís. Það mega allir með lyfjabrunn frá ís.
Bara þessi eina mynd sagði mér svo margt um hvernig þessi bók á eftir að hitta í mark hjá krökkunum.
